Broddur á 20. viku

30.08.2007

Hæ, hæ!

Ég var að lesa hérna á síðunni að það sé eðlilegt að broddur leki úr brjóstunum á 28 viku. Ég var farin að verða vör við þetta á 20 viku. Er það eðlilegt?

Takk fyrir fróðlegan vef.


Sæl og blessuð.

Já, það er fullkomlega eðlilegt að broddur sé farinn að sjást á 20 viku. Hjá sumum jafnvel fyrr, mörgum seinna og öðrum aldrei.

Gangi þér vel.           

Kær kveðja,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
30. ágúst 2007.