Gildi brjóstagjafar

15.06.2006

Sælar og takk fyrir góðan vef.

Ég er að velta fyrir mér gildi brjóstamjólkur.Brjóstagjöfin gengur ágætlega hjá mér og mig langar ekki að hætta með hann strax á brjósti en hvað er almennt aldurinn til að hætta að drekka af brjóstinu. Ég veit um gildi brjóstagjafar og að hún styrki ofnæmis og ónæmiskerfið og allt það. En er það þá „því lengur, því betra“ sem gildir? Eða eru ungbörnin búin að fá allt það mikilvægasta snemma?

Kveðja, ungamamma.


Sælar!

Það er engin regla um það hvenær börn hætta á brjósti. Auðvitað ef það er nokkur möguleiki að hafa barnið eingöngu á brjósti til 6 mánaða þá er það besta. Næringargildi mjólkurinnar breytist eftir þörfum barnsins eftir því sem þau stækka. Markmið og ráðleggingar WHO (Heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna) er sú að 25% barna séu á brjósti við eins árs aldur og þeir ráðleggja brjóstagjöf fram að 2ja ára aldri, með annarri næringu.  Oftast er þetta samspil móður og barns og gott er að halda brjóstagjöf áfram meðan að bæði móður og barn eru sátt.

Með kveðju,

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
15. júní 2006.