Spurt og svarað

17. febrúar 2008

Gosdrykkja og brjóstagjöf

Sælar og takk fyrir frábæran upplýsingavef.

Ég las þessa grein um brjóstagjöf að kvöldi og þar kom fram að gott væri að fá sér heitt að drekka fyrir brjóstagjöf eða jafnvel að fá sér gos á meðan á gjöf stæði. Hefur gos einhver mjólkuraukandi áhrif og hvers vegna var minnst á gos en ekki aðra drykki?


Sæl og blessuð!

Nei, gos hefur ekki mjólkuraukandi áhrif og í raun enginn annar vökvi. Við þurfum að drekka til að uppfylla vökvaþörf líkamans og í brjóstagjöf er vökvaþörf hans aukin svo það þarf að drekka aðeins meira. Flestar konur merkja það á auknum þorsta og mörgum finnst þorstinn mest áberandi á meðan á gjöf stendur. Þessum þorsta þarf að svara en ekki drekka umfram það. Hvað drukkið er skiptir voða litlu máli. Mörgum finnst gott að drekka gos þegar þær eru þyrstar en alls ekki öllum. Sumum finnst hafa góð áhrif á sig að drekka heitt en alls ekki öllum. Það er að sjálfsögðu ekki mælt með áfengum drykkjum.  Aðaláherslan er því á að konur með barn á brjósti drekki þegar þær eru þyrstar og að þær drekki það sem þær langar í en séu ekki að neita sér um eitthvað sem er í góðu lagi bara af því að einhverjum dettur í hug að banna henni það án þess að nein rök liggi að baki því.

Með bestu kveðjum,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
17. febrúar 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.