Spurt og svarað

08. júní 2005

Grænar hægðir hjá brjóstabarni

Heilar og sælar!

Takk fyrir frábæran vef. Það er eitt sem ég er að velta fyrir mér og það eru hægðirnar hjá litlu stelpunni minni. Hún er orðin 9 vikna og er eingöngu á brjósti. Hún dafnar vel, en núna undanfarið kannski síðustu 2 vikur hafa hægðirnar stundum verið grænar. Mér langaði bara að vita hvort það sé alveg eðlilegt?

......................................................................

Sæl og blessuð!

Þú getur verið alveg róleg. Barn sem er eingöngu á brjósti og dafnar vel má hafa allskonar hægðir. Þær mega vera í flestum litbrigðum nema ef mann grunar blóð í hægðum. Þær breytast líka oft í þéttleika og lykt. Þetta tengist oft því sem mamma er að borða og er gott merki um eðlilega meltingu. Brjóstabörn fá jú svolítið mismunandi efni gegnum mjólkina eftir því hvað mamma borðar og þau melta það náttúrlega svolítið mismunandi. Börn á þurrmjólk fá hins vegar alltaf nákvæmlega eins næringu og hafa því alltaf nákvæmlega eins hægðir. Grænt í hægðum brjóstabarna hefur stundum verið tengt bætiefnum (vítamínpillum) eða grænmeti.

Vona að svona vel gangi áfram hjá þér.

Kveðja,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
8. júní 2005.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.