Grænt te og prótein ?shake?, með barn á brjósti

31.08.2005

Ég var að velta því fyrir mér hvort grænt te og prótein „shake“ frá Herbalife væri í lagi á meðan maður er með barn á brjósti. Þá er ég að tala um kannski 3 bolla af tei á dag og tvo „shake“ og auðvitað með hollu mataræði og hollri hreyfingu?

............................................................................

Sæl og blessuð.


Jú, þér er alveg óhætt að drekka grænt te og prótein „shake“. Þú manst bara alltaf að holla fæðið með öllum næringarefnum er í forgangi.

Með bestu kveðjum,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
31. ágúst 2005.