Gufubað og brjóstagjöf

16.05.2010

Takk fyrir góða síðu.

Er í lagi að stunda gufuböð þegar maður er með barn á brjósti?

Kveðja Sóla.


 

Sæl og blessuð Sóla!

Það er í rauninni ekkert sem mælir á móti því að stunda gufuböð með barn á brjósti. Hins vegar eru konur misnæmar fyrir miklum hitabreytingum. Það mætti því ætla að sumar myndu ekki þola það. Þær gætu fundið fyrir óþægindum í brjóstunum sem gæti tekið 2-3 daga að jafna sig. Svo eru það hinar sem eru vanar hitabreytingum og fá engin viðbrögð þótt þær stundi gufuböð, sjósund eða hvað sem er. Ég tel að hver kona verði að finna þetta á eigin líkama.

Gangi þér vel!
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
16. maí 2010.