Gul skán á tungu

29.04.2012

Er eðlilegt að barn sé með gula eða gulbrúna skán á tungunni? Hún er fimm vikna og er bara á brjósti.


 

Sæl og blessuð!

Ef þessi skán er alltaf til staðar og hverfur ekki milli gjafa. Þá tel ég ekki að hún sé eðlileg. Algengt er að skán á tungu barna sé merki um sveppasýkingu. Þú þarft að láta skoða tungu barnsins og ef um sýkingu er að ræða þarf lyfjameðferð. Lyfjameðferðin beinist alltaf að munnholi barnsins og geirvörtum þínum samtímis.

Gangi þér vel.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
29. Apríl 2012.