Gula

28.02.2009

Góðan dag!

Ég eignaðist stúlku í byrjun desember sem fékk gulu og var í ljósum í tvo daga. Hún er á brjósti og drekkur vel og þyngist eðlilega og lengist. En hún er ennþá frekar gul. Er það eðlilegt að hún sé gul ennþá? Ég borða reyndar dálítið af gulrótum og fæ mér gulrótarsafa. Getur liturinn stafað af því? Hún er voða sæt svona brún.


 

Sæl og blessuð!

Guli liturinn er ekki vegna gulunnar sem hún fékk á fyrstu dögunum. En það er algengt að gulur litur komi vegna gulróta og annarra litsterkra grænmetis og ávaxtategunda. Það er saklaust fyrirbæri en kannski ekki æskilegt að það sé í allt of miklu mæli. Það sést líka oft svona blær á börnum sem fá mikið að gulrótum þegar þau fara að borða fasta fæðu.

Bestu kveðjur.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
28. febrúar 2009.