Spurt og svarað

22. maí 2008

Gyllinæðar vesen :(

Sko..

Ég átti dreng í fyrir fjórum vikum og fæðingin gekk vel en ég fékk mjög mikla gyllinæð eftir. Ég fékk stíla á fæðingardeildinni og fór svo í apótekið og keypti mér Proctosedyl stíla. Ég hef ekki þorað að nota þá reglulega vegna þess að á miðanum segir að lyfið berist í brjóstamjólk en að áhrif á barnið séu ólíkleg og að maður eigi að ráðfæra sig við lækni ef maður notar lyfið oftar en stöku sinnum meðan verið er með barn á brjósti.

Hvað segið þið? Er í lagi að nota stílana reglulega þó að maður sé með barn á brjósti?

Svo er annað, ég tók bara eftir því fyrir tveim dögum að ætti að geyma þá í ískáp. Eru þeir ónýtir ef að ég hef geymt þá í baðskápnum?

Með von um svör.

Kveðja, ég.


Sælar!

Þetta er það lyf sem ráðlagt hefur verið á meðgöngu og einnig eftir fæðingu - þó að mæður séu með barn á brjósti, svo ég held að þér sé óhætt að nota það áfram. Það er alltaf betra að geyma alla stíla í ískáp - en þeir eru ekki ónýtir - þó þeir séu um tíma í stofuhita.

Bestu kveðjur,

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
22. maí 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.