Spurt og svarað

17. desember 2006

Hætt með á brjósti, mikill stærðarmunur

Góðan dag og takk fyrir frábæran vef.

Ég á einn 9 mánaða og var að hætta með hann á brjósti fyrir 2 dögum. Frá því hann var 4 mánaða hefur verið miklu meira í öðru brjóstinu og því hefur það verið miklu stærra en hitt. Ég var mjög dugleg að setja hann á bæði brjóstin þegar ég tók eftir þessu. Getur verið að ég hafi sett hann á stærra brjóstið oftar áður en ég áttiði mig á þessu. Ég veit að brjóstin á manni eru misstór og varla sjáanlegur munur en núna er mikill munur á þeim. Ég hef verið að gefa honum einungis úr stærra brjóstinu í u.þ.b. 3 vikur því það er ekkert að fá úr hinu. Núna veit ég ekki hvað ég á að gera þar sem ég er hætt með hann á brjósti og enn mjólk í stærra brjóstinu. Á ég að mjólka mig eða ekki. Ég get ekki notað brjóstahaldara eða verið í þröngum peysum eða bolum því þetta sést svo vel.

Minnkar brjóstið eða verður það svona?

Kær kveðja, Dóra.


Sæl og blessuð Dóra.

Það er mjög trúlegt að þú hafir óafvitandi lagt barnið meira á stærra (þægilegra, betra) brjóstið og smám saman hafi framleiðslan í því minna dalað. Það getur verið þó nokkur vinna fyrir sumar konur að halda brjóstunum jöfnum. Þetta hefur farið út um þúfur hjá þér varðandi þetta atriði (ekki brjóstagjöfina, hún er frábær) og við því er ekkert hægt að gera núna. Þessi stærðarmunur á eftir að jafna sig að miklu leyti en ekki öllu. Þú verður að vera svolítið þolinmóð því þetta tekur nokkra mánuði að jafna sig. Keyptu bara stærri gerðina af brjóstahaldara og fylltu upp hjá því litla þangað til þetta lagast.   

Gangi þér vel. 

Kær kveðja,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
17. desember 2006.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.