Spurt og svarað

02. maí 2007

Hætti snögglega brjóstagjöf fyrir 2 vikum - er ennþá aum

Halló og takk fyrir góðan vef!

Ég er með eina 10 mánaða sem er nýhætt á brjósti eða um fyrir 2 vikum. Og hún hætti mjög snögglega, vildi sem sagt ekki meir.  Vandamál mitt var að ég var með svo mikla mjólk í öðru brjóstinu, að ég var nánast að springa þegar sú litla ákvað að hætta.  Núna er þetta mun betra en brjóstinu eru aum, þrútin og hörð viðkomu á sumum stöðum.  Mér finnst þetta vera heldur langur tími sem eymslin eru.  Hef ekki mjólkað ofan af, en oft langað til þess vegna óþæginda.  Er eðlilegt að vera svona aum lengi á eftir afvenjun, las einhvers staðar 1 -4 dagar væri normal.

Kveðja, Gunna.


Sælar!

Brjóstin geta verið aum í talsvert langan tíma eftir að börnin hætta á brjósti - það má mjólka aðeins úr brjóstunum ef móðir finnur mikinn þrota og eymsli en ekki að tæma þau - heldur bara til að mýkja aum svæði og minnka þrota. Einnig er hægt að leggja kalda bakstra á svæðin. Það er alveg eðlileg að það sé hægt að kreista út mjólkurdropa í marga mánuði eftir að brjóstagjöf er hætt. 

Með kveðju,

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
2. maí 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.