Spurt og svarað

13. febrúar 2011

Hárkúr og lýsi fyrir ungann

Sælar og takk fyrir frábæran vef!
Ég er með eina 6 vikna á brjósti og gengur það þokkalega loksins eftir harða baráttu. En hárið á mér er aðeins farið að láta á sjá. Ég var því að velta því fyrir mér hvort mér sé ekki óhætt að taka inn Hárkúr frá Heilsu. Eru einhver af þessum bætiefnum óæskileg varðandi brjóstagjöfina? Má ég ekki taka lýsi með þar sem það eru engin A eða D vítamín í kúrnum? Eins langar mig að vita hvenær mér er óhætt að gefa dóttur minni krakkalýsi og þá hversu mikið?
Með þökk fyrir góðar upplýsingar.
Kveðja, Helga.

 
Sæl og blessuð Helga!
Ég held ég hafi skýrt það hér áður að hárlos á fyrstu vikum og mánuðum eftir fæðingu er algerlega eðlileg og jafnar sig þegar frá líður. Það er hins vegar í lagi að taka inn bætiefni sem hjálpa hári og nöglum. Lýsi er gott að taka inn reglulega í venjulegum skömmtum og börnum má gefa lýsi frá nokkurra vikna aldri. Yfirleitt er byrjað með 1-2 dropa og svo smá aukið upp í fullan skammt eins og stendur á flöskunni.
Með góðum óskum.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
13. janúar 2011.
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.