Brún útferð

22.11.2014

Hæhæ!
Fyrir tveimur vikum komst ég að því að ég væri ólétt. Í viku 5 kom smá brúnleit útferð í 3 daga en hætti svo. Í dag, 6v3d byrjaði þetta aftur. Ég hef lesið mér til um að þetta eigi að vera í lagi en er samt mjög stressuð. Ég á tíma hjá lækni eftir viku og verð þá komin 7v og 5d og tíma hjá ljósmóður vikuna á eftir. Hvernig virkar það að fá að fara í snemmsónar, er hægt að biðja um það á heilsugæslu eða þarf að fara sér ferð til kvensjúkdómalæknis? Og er mikið um það að konur fái slíka útferð og allt sé í lagi?
Með bestu kveðju, ein stressuð!


Komdu sæl, ein stessuð og til hamingju með þungunina. Það er nokkuð algengt að fá útferð í byrjun meðgöngu og í alflestum tilfellum er það alveg meinlaust. Ef að engin blæðing kemur með og engir verkir eru til staðar þarftu ekki að hafa þungar áhyggjur. Varðandi snemmsónar þá þarftu að fara til kvensjúkdómalæknis því að sónar er alls ekki á öllum heilsugæslustöðvum.
Gangi þér vel!!!


Með bestu kveðju
Áslaug Valsdóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur