Harðfiskur og brjóstagjöf

06.03.2011
Komiði sæl!
Mér langaði bara að forvitnast um hvað þið segið um að borða harðfisk með barn á brjósti þar sem konum er ekki ráðlagt að borða harðfisk á meðgöngu. Sumir virðast segja að konur eigi að halda sama mataræði á meðgöngu og í brjóstagjöf  en aðrir segja að konur megi borða nánast hvað sem er með barn á brjósti.
Kveðja.

 
Sæl og blessuð!
Það er allt í lagi að borða harðfisk með barn á brjósti. Það er allt í lagi að borða nánast hvað sem er með barn á brjósti og um að gera að borða það sem manni líður vel með. Brjóstagjöf á ekki að vera einhver kvöð heldur náttúrulegur hlutur. Þú átt ekki að þurfa að hafa áhyggjur af mataræði eða flækja lífið af óþörfu. Slaka á, lifa lífinu eins og þú vilt lifa því ásamt því að hafa barn á brjósti.
Bestu óskir.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
6.mars 2011.