Heilsutvenna og brjóstagjöf

09.02.2006

Sæl!

Ég er með einn 7 mánaða á brjósti og var að velta því fyrir mig hvort ég mætti taka inn Heilsutvennu. Hann fær AD dropa og ég borða nóg en mér finnst ég bara svo orkulaus.

Kveðja, Inga.

..................................................................................

Sæl og blessuð Inga.

Já, það er í góðu lagi að taka inn Heilsutvennu. Það er mikilvægt fyrir allar konur að taka inn lýsi í einhverju formi. Ég er bara ekki viss hvort það hjálpar orkuleysinu hjá þér. Þarftu þá ekki líka eittvað fæði sem gefur þér meiri orku? Athugaðu málið.

Gangi þér vel,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
9. febrúar 2006.