Spurt og svarað

02. nóvember 2004

Hitakrem og brjóstagjöf

Takk fyrir frábæran vef.

Mig langar að spyrja ykkur hvort mér óhætt sé að nota hita krem á axlirnar á mér þar sem ég er með barn á brjósti? Það er eitthvað efni í þessu hitakremi sem ég helst vil nota sem heitir salísylati og einhver sagði að færi út í mjólkina? Er með mikla vöðvabólgu og finnst þetta verka vel en þori ekki að nota sem stendur ef þetta er hættulegt!

Með von um svar og kærar þakkir, mamman.

Sæl og blessuð.

Þér er alveg óhætt að nota hitakremið þitt á axlirnar. Staðbundin notkun á kremum svo sem á húð, í leggöng, í nef eða augu er ólíkleg til að ná upptöku svo nokkru nemi. Jafnvel þótt mikið að lyfinu sé notað gefur það aðeins örlítið magn í blóði móður. Þá á það eftir að fara yfir þröskuldinn í mjólkina og síðan fleiri hindranir þannig að þú getur verið alveg róleg. Ég vona bara að kremið dugi á vöðvabólguna því hana er ekki skemmtilegt að hafa í brjóstagjöf.

Bestu slakandi kveðjur, Katrín Edda Magnúsdóttir, ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi.
Yfirfarið í júní 2020

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.