Spurt og svarað

29. júlí 2005

Hiti og lítil brjóstabörn

Hæhæ
Ég bý á stað þar sem er mikill hiti og gríðarlegur raki í loftinu þessa dagana. Stelpan mín sem er rétt rúmlega 6 mánaða bara kann sig ekki. Ég var byrjuð að gefa henni smá graut á kvöldin en núna vill hún hann ekki og heldur ekkert annað,bara brjóstið!! Svo er málið að þetta eru allt stuttar gjafir,-gjafir við þorsta- og ég gef henni nánast á klst. fresti,nú því hún er þyrst og svitnar rosalega. Mínar spurningar eru þessar:
Er allt í lagi þó hún borði ekki grautinn um sinn ef ég er með næga mjólk í brjóstunum.
Er allt í lagi þó hún eigi bara um 3 langar gjafir á sólahring?
Hún elskar vatn,ég læt það eftir henni vegna rakans að drekka það,er það
í lagi?
Kær kveðja.
P.s tek það fram að ég held ekkert að hún sé að fá of lítið,hún er alger
bolla!!

-------------------------------------------------------------

Komdu sæl og afsakaðu hversu lengi hefur dregist að svara fyrirspurninni.
Ég held að þú þurfir ekki að hafa neinar áhyggjur af stelpunni þinni. 
Þú getur beðið aðeins með grautinn eða bara prófað annað slagið að bjóða henni hann.  Kannski er hún að taka tennur og þá verða börn oft lystarlítil á meðan.  Það getur einnig verið að hún vilji ekki grautinn í hitanum.  Sjáðu bara aðeins til.
Ef hún drekkur vel þrisvar sinnum á sólarhring og drekkur svo annað slagið á milli, þá ætti það alveg að vera nóg.  Þú getur miðað við að hún pissi í 6 bleyjur á sólarhring. 
Vatnið gerir henni bara gott, það er mjög gott að venja börn á vatn strax þegar þau eru lítil. 
Ég get ekki séð annað en að þetta sé allt í fínu lagi hjá ykkur.  Njóttu bara brjóstagjafarinnar áfram.
Kveðja

Málfríður Stefanía Þórðardóttir
Ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
29.07.2005

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.