Spurt og svarað

20. nóvember 2006

Hitun og geymsla brjóstamjólkur

Hæ, hæ!

Mig langar svo til að fræðast aðeins um hitun brjóstamjólkur. Ef maður mjólkar sig og geymir í kæli, hitar svo mjólkina í pelanum og barnið klárar ekki skammtinn getur barnið þá drukkið afgangsmjólkina seinna? Má þá láta hana standa við stofuhita og hita svo aftur? Hvað má afgangsmjólkin standa lengi við stofuhita. Eins ef maður mjólkar sig og setur í frysti og þýðir hana í ísskáp hvað má þá líða langur tími frá því að maður setur hana í ísskápinn til afþýðingar og þar til hún skemmist?

Með von um svar sem fyrst.

Kveðja og þökk fyrir góða síðu, mjólkurkýr.


Sæl og blessuð mjólkurkýr. 

Mjólkaða mjólk sem búið er að hita og gefa af fer maður varlega með. Það er talað um að það megi hita afganginn einu sinni aftur og gefa. Það þarf að gerast sem fyrst eftir fyrstu gjöfina. Þegar liðnar eru 10-15 mín. frá gjöf og maður er ekki viss hvort barnið ætlar að sofna eða hvað þá setur maður mjólkina aftur í ísskáp. Maður er hvort eð er enga stund að hita hana aftur. Það er ekki sniðugt að láta hana standa lengur en 1 klst á borði.  Mjólk sem hefur verið fryst og er sett í ísskáp til þýðingar er nokkra klukkutíma að þiðna alveg. Eftir það er hún góð í 1 sólarhring.

Vona að þetta hjálpi.

Kær kveðja,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
20. nóvember 2006.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.