Spurt og svarað

13. maí 2010

Hnúður undir handlegg - ?aukabrjóst?

Sæl og takk fyrir góðan vef. Þannig er má með vexti að ég eignaðist mitt fyrsta barn fyrir um 3 mánuðum og á 3 degi kom þessi svaka hnútur í annan handarkrikann með tilheyrandi eymslum og miklum hita í hnútnum(tek fram að mjólkurframleiðsla er eðlileg) Ég spurði ljósmóðurina sem kom heim um þetta og hún ráðfærði sig við brjóstagjafaráðgjafa sem vildi meina óséð að þetta væri svokallað "aukabrjóst" og ég þyrfti ekkert að koma. Hún ráðlagði að ég léti þetta alveg vera og tæki bara Íbúfen við þessu. Á 10 dögum hjaðnaði þetta en fór aldrei alveg og núna er þetta allt að koma aftur og er ekkert voða þægilegt. Mig langar að vita hvort eitthvað annað er hægt að gera en að taka inn verkjalyf? Og svo hvort er hægt að láta fjarlægja þennan hnúð? Með fyrirfram þökk og von um skjótt svar.


Sæl og blessuð!

Aukabrjóst í holhönd eru nokkuð algeng annaðhvort öðru megin eða báðu megin. Þetta er brjóstvefur sem er örlítið aðskilinn frá aðalbrjóstvefnum. Við hormónaáhrif eins og eftir fæðingu þrútnar hann út og veldur óþægindum. Yfirleitt er ráðlagt að nota kælibakstra sem virka fljótt og svo verkjalyf til að slá á óþægindin. Oftast eru þetta mjög tímabundin óþægindi. Ef aukabrjóst er endurtekið að bólgna upp þarf að líta til brjóstagjafarinnar og athuga hvort eitthvað má betur fara í henni til að það lagist. Það er yfirleitt ekki mælt með skurðaðgerð við þessu fyrirbæri.

Vona að þetta svari þínum spurningum.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
13. maí 2010.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.