Höfuðverkur og brjóstagjöf

26.09.2009

Hæ!

Ég á 2 vikna lítinn hraustan strák. Hins vegar er ég ekki alveg jafn hraust. Ég er með talsvert mikinn höfuðverk, vakna nánast með hann á hverjum einasta morgni sem getur verið frekar erfitt. Er ekki slæmt að vera að taka oft Paratabs eða verkjatöflur þar sem ég er með strákinn á brjósti?

Kv.

 


Sæl og blessuð!

Nei, það er allt í lagi að taka inn verkjatöflur. Þú þarf hins vegar að athuga þetta með höfuðverkinn. Það er ekki eðlilegt að vera alltaf með höfuðverk. Er kannski einhver vöðvabólga eða eitthvað sem þú getur unnið með?

Bestu kveðjur.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
26. september 2009.