Hörfræolía með barn á brjósti

12.06.2007

Sælar.

Má taka inn hörfræolíu með barn á brjósti? Er með 10 daga gamalt barn og meltingin hjá mér hefur verið í rugli síðan ég átti og er að versna. Hef verið að taka inn Sorbitol sem að er ekki að virka nógu vel en langar að prufa þessa hörfræolíu, hef heyrt að hún sé svo góð fyrir meltinguna. Getur inntaka á svona farið í mallann á krílinu mínu eða er eitthvað annað sem að mælir á móti því? Hvað er hægt að gera annað ef að það má ekki taka inn hörfræolíuna?


Sæl og blessuð.

Það er í lagi að taka hörfræolíu samkvæmt leiðbeiningum. Annars má reyna gömlu aðferðirnar. Mikið vatn, trefjar, hreyfingu, sveskjur, sveskjusafa, gráfíkjusafa, appelsínur o.fl. þess háttar.

Það þarf oft að gefa þessum aðferðum dálítinn tíma.

Vona að gangi vel.          

Kveðja,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
12. júní 2007.