Hormónar eftir brjóstagjöf

07.04.2008

Sælar!

Ég ákvað að spyrja ykkur að því hvort að það gæti haft áhrif á líkamann þegar maður missir mjólkina og hættir snarlega með barn á brjósti. Ég missti mjólkina eftir einn mánuð, það eru 4 og hálfur mánuður síðan ég átti og líkaminn á mér er í klessu. Mér er illt í bakinu og fótunum og stundum höndunum líka. Ég er í nuddi og nuddarinn minn var að pæla í hvort að þetta gæti verið eitthvað tengt hormónum vegna þess að stelpan var ekkert á brjósti.

Kveðja.


Sæl og blessuð.

Það hefur reyndar þó nokkur áhrif að hætta snögglega með barn á brjósti. Bæði líkamlega og andlega. Það hefur samt yfirleitt ekki langvarandi áhrif og líkamlega ætti það að vera að mestu búið hjá þér. Það er því líklegt að einhverra annarra skýringa sé að leita.

Kveðja,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
7. apríl 2008.