Spurt og svarað

07. apríl 2008

Hormónar eftir brjóstagjöf

Sælar!

Ég ákvað að spyrja ykkur að því hvort að það gæti haft áhrif á líkamann þegar maður missir mjólkina og hættir snarlega með barn á brjósti. Ég missti mjólkina eftir einn mánuð, það eru 4 og hálfur mánuður síðan ég átti og líkaminn á mér er í klessu. Mér er illt í bakinu og fótunum og stundum höndunum líka. Ég er í nuddi og nuddarinn minn var að pæla í hvort að þetta gæti verið eitthvað tengt hormónum vegna þess að stelpan var ekkert á brjósti.

Kveðja.


Sæl og blessuð.

Það hefur reyndar þó nokkur áhrif að hætta snögglega með barn á brjósti. Bæði líkamlega og andlega. Það hefur samt yfirleitt ekki langvarandi áhrif og líkamlega ætti það að vera að mestu búið hjá þér. Það er því líklegt að einhverra annarra skýringa sé að leita.

Kveðja,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
7. apríl 2008.

   

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.