Hot Yoga og brjóstagjöf

17.10.2010
Sælar!
Mig langar að spyrja um Hot yoga og brjóstagjöf. Er þetta eitthvað sem ætti ekki að stunda saman eða er það í lagi. Hef heyrt að sé ekki sniðugt að stunda Hot yoga ef maður er með barn á brjósti því að uppgufun sé svo mikil í tímanum. Er þetta eitthvað sem maður á að hlusta á eða eru þetta bara skoðanir einhvers?
Kv/kmj.
 
Sæl og blessuð kmj!
Það er í sjálfu sér ekki hægt að benda á eitthvað slæmt við hot yoga í tengslum við brjóstagjöf. Það er helst miklar sveiflur í vökvabúskap sem geta verið erfiðar sumum konum allavega fyrstu vikurnar. En eftir 2-3 mánuði af brjóstagjöf ætti að vera allt í lagi að reyna.
Með kveðjum.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
17. október 2010.