Hráfæði með barn á brjósti

13.04.2008

Sælar og takk fyrir þessa frábæru síðu!

Er í lagi að borða einungis hráfæði þegar kona er með barn á brjósti? Dóttir mín er 4ja mánaða og eingöngu á brjósti, hún er stór, sterk og líður vel. Ég hef verið að hugsa um að prufa hráfæðikúr vegna þess að mér finnst ég vera svo orkulítil þessa dagana. Alltaf þreytt og með bauga. Ég er í
kjörþyngd. Ég vil ekki gera fara á svona kúr ef það er ekki gott fyrir brjóstamjólkina.

Takk fyrir.

Kveðja, Bryndís.


Sæl og blessuð Bryndís.

Jú, það er í góðu lagi að borða hráfæði með barn á brjósti.

Gangi þér vel.        

Kveðja,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
13. apríl 2008.