Hreyfing og brjóstagjöf

18.09.2008

Er rétt að mjólkin minnki ef maður fer að hreyfa sig meira (gönguferðir, hjólreiðar oþh). Ég þarf að komast í betra form, en er ekki með nóga mjólk fyrir barnið mitt og vil því alls ekki að hún minnki.
Sæl og blessuð.

Þú skalt endilega fara að hreyfa þig meira. Rannsóknir benda til að við aukna hreyfingu nýorðinna mæðra eykst mjólkin og þeim líður oft betur á allan hátt. Þannig að það er mjög jákvætt að hreyfa sig.

Bestu óskir.              

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgja
fi.
17. september 2008.