Spurt og svarað

17. júlí 2011

Hrjúfar geirvörtur með svörtum doppum

Sælar ljósmæður og þakka fyrir frábæran vef!
Ég geng með fyrsta barn mitt þannig að þetta er allt nýtt fyrir mér. Ég er með spurningu varðandi geirvörturnar. Þær eru orðnar nokkuð hrjúfar(grófar) og með litlum svörtum "doppum" í sem hægt er að kroppa af. Það er ekkert óþægilegt. En er þetta ekkert annað en uppsöfnun af litarefni líkamans - þ.e. melanín? Þegar ég hef kroppað mest af þessum svörtum "doppum" af þá eru geirvörturnar aumar í um sólarhring eftir á. Ef ég skildi fæða núna þá hef ég áhyggjur af því að barnið skuli sjúga þessar "doppur" í sig? Ég er komin 38+ og engin mjólk lekur úr brjóstum.
Kveðja. Móðir í fyrsta sinn.

 
Sæl og blessuð Móðir í fyrsta sinn!
Það hljómar nú eins og þetta geti allt verið í besta lagi hjá þér. Það er eðlilegur undirbúningur varta að þær verði grófari og svolítið stærri. Það sem þér finnst vera eins og svartar doppur skaltu alveg láta eiga sig og best er að gera alls ekki neitt við vörturnar. Ekki bera á þær krem, olíur eða áburði af neinu tagi. Og notaðu sápu sparlega. Það sem tengir barnið þér hvað best í byrjun er að læra að þekkja þína lykt sem allra fyrst.
Vona að allt gangi vel.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
17. júlí 2011.
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.