Hvar er aðstoð brjóstagjafaráðgjafa?

25.03.2012

Komið þið sælar og takk fyrir fábærann vef!

 Mig langar til að vita hvar er hægt að nálgast aðstoð brjóstagjafaráðgjafa þar sem við höfum ekki lengur beinan aðgang að þeim á LSH. Ég veit t.d. að það er enginn ráðgjafi á Heilsugæslunni minni.

Með fyrirfram þökkum. Maja.

 


Sæl og blessuð Maja!

Það er rétt hjá þér að það er ekki beinn aðgangur að brjóstagjafaráðgjöfum Landsspítalans lengur. Nú er þessi aðstoð í höndum heilsugæslunnar. Ef að þín heilsugæsla hefur ekki brjóstagjafaráðgjafa ætti hún að geta bent þér á þann sem næstur er.

Gangi þér vel.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
25. mars 2012.