Spurt og svarað

23. maí 2009

Hvað er ráðlagt að léttast hratt í brjóstagjöf?

Góðan daginn!

 Ég er orðin ca. 15 kg. of þung eftir meðgöngu og aðallega brjóstagjöf. Strákurinn minn er orðinn 6 mánaða og er enn alfarið á brjósti þó standi til að fara að gefa honum að borða. Nú er ég byrjuð á danska kúrnum sem ég hef verið á af og til síðan hann kom fyrst til landsins. Þegar ég var með fyrsta barnið mitt á brjósti var ég stundum að svindla (var þá á danska kúrnum frá því að barnið var 3-6 mán) og borðaði eitthvað hitaeiningaríkt til þess að auka mjólkinavegna þess að mér fannst hún annars detta niður þó að ég hafi breytt því í samræmi við brjóstagjöf. Það var ein vika sem ég svindlaði ekkert og þá léttist ég um 2,5 kg. Ég var ekki í neinni skipulagðri líkamsrækt með þessu. Mig langar til  að fara hægar í þyngdartapið núna bæði til þess að halda mjólkinni og svo hef ég áhyggjur af því að eiturefni/ketónar geti farið í mjólkina annars. Nú vantar mig að vita: 1. Hvaða áhrif hafa þessir ketónar/önnur óæskileg efni sem eru í fituvef og losna þegar maður grennist á heilbrigði mjólkurinnar. Er þetta ekkert til að hafa áhyggjur af? 2. Hvað er æskilegt að léttast hægt/hratt til þess að það hafi sem best áhrif á barnið? 3. Af kolvetnum borða ég 3 ávexti, 75-100 gr. af kartöflum/pasta/hrísgrjónum og 15 gr. af fitu á dag. Svo náttúrulega fullt af mjólkurvörum, grænmeti og prótínum. Hvar væri æskilegast að bæta við  ef maður vill ekki léttast of hratt. Ég hef verið að prufa að auka fituna og hef verið að borða aðeins meira brauð/brún hrísgrjón. Ég er aðallega að spá í þessa ketóna.Skiptir einhverju máli hvar maður bætir við sig kaloríulega séð upp á að lágmarka þá?

Ég vona að þið getið svarað þessu. Bestu kveðjur, I.


 

Sæl og blessuð I.

Vonandi gengur þetta vel hjá þér. Svarið við spurningu 1 er Já, þetta er eitthvað til að hafa áhyggjur af. Það eru ákveðin eiturefni sem sitja í fitu okkar og þau losna við hratt þyngdartap. Þá eru þau frjáls og geta komist í móðurmjólkina og þaðan til barnsins. Við spurningu 2 má nefna tölur eins og 500gr.- 1 kg.á viku en um það eru mjög skiptar skoðanir. Og við spurningu 3 er eðlilegasta svarið „smá úr öllum flokkum“.

Með bestu óskum.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
23. maí 2009.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.