Hve lengi á að láta börn ropa?

19.07.2009

Hæ Hæ!

Er að velta því fyrir mér hve lengi maður þurfi að setja börnin upp á
öxl til að láta þau ropa eftir gjöf?

 


Sæl og blessuð!

Þetta er nú svolítið einstaklingsbundið en oft er verið að miða við svona 1-3 mínútur. Í næturgjöfum er því svo oft sleppt að láta þau ropa. Hjá sumum gengur það vel en öðrum reyndar ekki.

Bestu kveðjur.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaáðgjafi,
19. júlí 2009.