Spurt og svarað

01. október 2006

Hve lengi er óhætt að hafa barn eingöngu á brjósti.?

Halló.

Ég er að velta fyrir mér hve lengi sé óhætt að hafa barn eingöngu á brjósti.

Kveðja, Inga.


Sæl og blessuð Inga.

Eins og ég skil þessa afar stuttu fyrirspurn þá ertu að leita að efri mörkum þess að barn fái enga viðbótarfæðu við brjóstamjólkina. Yfirleitt kemur þessi spurning í tengslum við mikið óþol eða ofnæmi við mat í annarri hvorri eða báðum fjölskyldum barnsins. Flestar þessar mæðra byrja að kynna annað fæði á aldrinum 10 mánaða til eins árs. Ég veit um 14 mánuði og svo hefur maður heyrst um börn sem byrja enn seinna. Það er kannski ekki skynsamlegt að byrja annað fæði seinna en á seinni helmingi annars árs því þá eru ákveðin efni í mjólkinni sem ekki eru fullnægjandi fyrir barnið.

Vona að þetta sé það sem þú leitar að.     

Kveðja,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
1. október 2006.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.