Spurt og svarað

20. nóvember 2006

Hve mikil mjólk samsvarar einni gjöf

Góðan dag og takk fyrir góðan vef.

Ég á rúmlega 2ja vikna gamlan dreng sem eingöngu nærist á brjóstamjólk. Nú ætla ég að fjárfesta í handpumpu svo ég geti skroppið út af og til. Hve marga millilítra ég þarf að mjólka svo það samsvari einni gjöf?

Ég veit að magnið er mismunandi milli barna og einnig að mjólkin sjálf er mismunandi uppbyggð milli daga/klukkustunda, en ég er bara að meina svona sirka hve mikið magn sé nóg fyrir eina gjöf svo ég skilji nú örugglega næga mjólk eftir heima þegar ég skrepp út.

Annað sem mig langar að vita. Nú nota ég hattinn og ætla að reyna að venja mig smámsaman af honum en meðan ég er enn að nota hann, hvort er þá betra að barnið fái handmjólkuðu mjólkina í gegnum pela eða stútkönnu/glas?

Með fyrirfram þökk.



Sæl og blessuð.

Það gæti verið ágætt að byrja með að eiga u.þ.b. 100 ml. gjöf handa barninu. Það myndi duga flestum börnum á þessum aldri. Ég myndi mæla með að gefa úr staupi eða sprautu á meðan barnið er svona ungt. Seinna mætti gefa svona pössunargjafir úr pela.

Vona að gangi vel.

Kær kveðja,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
20. nóvember 2006.

 





Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.