Spurt og svarað

17. apríl 2011

Hvenær má gefa barni pela í "neyð"?

Ég er með 7 vikna gamlan son minn á brjósti og  var með sár á vörtunum fyrstu 4 vikurnar. Núna sýgur hann rétt svo sárin hafa gróið og brjóstagjöfin gengur vel. Ég ætla að vera með hann á brjósti eins lengi og mögulegt er. Það gæti komið upp sú staða að amma hans þurfi að gefa honum ef við hjónin myndum skjótast í leikhús saman til þess að gera okkur dagamun. Hvenær er í lagi að gefa honum pela í svona tilfellum? þarf hann að vera búinn að ná einhverjum vissum aldri? Og hvernig pela ætti ég að gefa honum? Með túttu sem er lík vörtunni eða þá sem er eins og snuðið hans?
Vonandi getið þið hjálpað mér. Takk, takk.
 
Sæl og blessuð!
Það er oftast talað um að það sé í lagi að gefa börnum pela eftir að 4ra vikna  aldri er náð. Þetta getur þó verið svolítið mismunandi milli barna. Þitt barn er örugglega nógu gamalt. Og þú velur þá túttu sem þér líkar best. Það skiptir engu meginmáli.
Gangi þér vel.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
17. apríl 2011.
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.