Spurt og svarað

25. mars 2007

Hvernig er best að gefa mjólkaða brjóstamjólk

Sæl og blessuð!

Bestu þakkir fyrir góðan vef og gagnlegar upplýsingar. Ég á fimm vikna strák og hef nú fjárfest í lítilli rafmagnspumpu til að getað mjólkað mig og skroppið frá drengnum í meira en 2 klukkustundir. Mig langar að vita hvernig er best að gefa drengnum mjólkina. Úr staupi eða með sprautu? Hvenær er mælt er með að fara að gefa mjólkaða brjóstamjólk úr pela?

Með fyrirfram þökk, Ella.


Sæl og blessuð!

Í fyrstu held ég að það sé best að gefa honum mjólkina úr staupi, hann á að kunna að drekka úr staupi. Hvenær heppilegt er að gefa úr pela er oftast matsatriði hjá foreldrum, ég held að þú verðir svolítið að prufa þig áfram með þetta því hvert barn er einstakt. Sum sjúga pela og það er ekkert mál og taka brjóstið vel en svo er önnur sem vilja alls ekki sjúga pelann, svo móðirin verður að meta pelagjöfina út frá barninu. Svo er líka til fingurgjöf, þá sýgur barnið litla sondu/slöngu sem fest er við fingur og endinn á slöngunni er í mjólkinni - þannig að það eru nokkrir möguleikar fyrir hendi.

Gangi þér vel.

Kveðja,

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
25. mars 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.