Spurt og svarað

29. júlí 2008

Brúnleit útferð

Sæl og takk fyrir góðan vef, nota hann mjög mikið

Þannig er mál með vexti að ég er ólétt og fór í snemmsónar núna í vikunni.

læknirinn sagði ekkert um fóstrið en hann sýndi mér hjartsláttinn og mældi fóstrið. hann sagði mér reyndar ekki hvað ég væri komin langt en ég tel það mjög líklegt (99%) að ég sé komin 9 vikur á leið og ég á að koma aftur til hans eftir 3 vikur(hann tók legstrokur v/ krabbamienseftirlits til öryggis (það er víst alltaf gert).  Eftir leghálsstrokur hjá lækninum hef ég verið með brúnleita útferð fyrst mjög brúna svo er hún farin að lýsast mikið, er þetta eðlilegt ég hef ekki verið að fá brúna útferð nema bara núna eftir þessa læknisferð er þetta í lagi????

takk fyrir

ein taugaveikluð


Komdu sæl

Þetta er alveg eðlilegt, það kemur smá blæðing eftir að hann tekur strokið en það ætti að hætta fljótlega.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
29. júlí 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.