Hvernig getur maður orðið brjóstagjafaráðgjafi?

12.10.2006

Sælar

Ég er mjög mikil áhugamanneskja um brjóstagjöf og hef verið að velta fyrir mér hvernig maður getur orðið brjóstagjafaráðgjafi, þ.e.a.s. hvernig nám þetta sé og hvar það sé kennt.

Kveðja brjóstamamma.


Sæl og takk fyrir að leita til okkar!

Það er ekki um eiginlegt nám að ræða en próf eru haldin hér á landi reglulega. Þú finnur upplýsingar um þetta á félagsvef Ljósmæðrafélags Íslands.

Gangi þér vel.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
12. október 2006.