Hversu langan tíma tekur það fyrir mat að ?fara út í? mjólkina?

27.02.2007

Ég tel að eitthvað sem ég er að borða sé að pirra litla guttann minn og ég var að pæla að svo ég geti fundið út hvað það sé. Hversu langan tíma tekur það fyrir mat að „fara út í“ mjólkina? Fer kvöldmaturinn út í hana sama kvöld, daginn eftir eða kvöldið eftir?

Fer drykkur fljótar í mjólkina en fast fæði eða hvað?

Takk, takk :)

 


 

Sæl og blessuð!

Það er ekki algengt að einhver matur sé að pirra börn í maganum. Það kemur fyrir í fjölskyldum þar sem mikið er um ofnæmi eða óþol hjá öðru hvoru foreldri eða helst báðum. Einstöku börn geta líka verið mjög viðkvæm fyrir einstökum fæðutegundum en það er sjaldgæft ef þau fá eingöngu brjóstamjólk. Varðandi spurningu þína þá fer þetta eftir efnum og hvar í meltingarveginum þau skila sér út í blóðrásina. Algengast er að einkenni komi fram nokkrum klukkutímum og upp í nokkrum dögum eftir að efnanna var neytt. Það gæti verið ráðlegt fyrir þig að byrja á því a prófa að gefa barninu nokkrar aukagjafir þegar það er pirrað og sjá hvort það breyti einhverju á nokkrum dögum. Ef þig grunar mjög sterkt fæðuóþol skaltu byrja á því að hætta að drekka mjólk eða innbyrða mat sem einhver mjólk er í. Það er jú algengasta orsök fæðuofnæmis. 

Gangi þér vel.    


Kær kveðja,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
27. febrúar 2007.