Spurt og svarað

03. ágúst 2009

Hversu lengi eru sár að gróa?

Ég er búin að vera með slæmt sár á vinstri geirvörtunni í um 2 vikur núna sem mér finnst taka eilífð að fara. Ég hef gefið henni úr fótboltastellingunni úr því brjósti núna í 3 daga. Sárið er á hlið geirvörturnar. Ég hef líka verið að nota Lasinohl kremið. Hvað er eðlilegt að sár séu lengi að gróa?

 


Sæl og blessuð!

Það er alltaf svolítið einstaklingsbundið hve lengi sár eru að gróa. Sár á geirvörtum eru yfirleitt fljót að gróa því vefurinn er blóðríkur. 2-3 dagar er það sem oftast er miðað við. Sár sem eru búin að vera lengi eins og þín eru að öllum líkindum sýkt. Þau gróa ekki nema á mjög löngum tíma af sjálfu sér. Því er oftast gripið í taumana til að hjálpa gróandanum. Þú þarft að læra að hreinsa sárið og svo þarftu sýkladrepandi krem til að bera á það. Þú þarft strax að hætta að bera Lansinoh á sárið og svo þarftu að láta meta hvort þú sért örugglega að láta barnið grípa rétt um vörtuna þannig að það espi ekki sífellt upp sárið.

Vona að gangi vel.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
3. ágúst 2009.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.