Hvítlaukshylki og brjóstagjöf

07.03.2007

Góða daginn!

Er mér óhætt að taka inn hvítlaukshylki á meðan ég er með barnið mitt á brjósti? Getur það haft einhver áhrif á barnið mitt?

Kær kveðja.


Sæl og blessuð.

Það er í góðu lagi að taka inn hvítlaukshylki þegar barn er á brjósti. Enn betra væri náttúrlega að borða hvítlauk eins og hann kemur fyrir því maður getur svo sem aldrei verið viss um hverju er bætt i svona hylki.   


Kveðja,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
7. mars 2007.