Hydroxycut brennslutöflur og brjóstagjöf

10.01.2007

Sæl!

Mig langar til að vita hvort það sé skaðlegt fyrir barnið ef tek Hydroxycut brennslutöflur. Dóttir mín er tæplega 2 mánaða og er eingöngu á brjósti. Ég er byrjuð í ræktinni og vantar samt eitthvað spark í rassinn á brettinu.

Takk fyrir frábæran vef.

Kveðja, Tinna.

 


 

Sæl og blessuð Tinna.

Það er gott að þú ert byrjuð í ræktinni en það væri líka ágætt ef þú létir það duga í bili. Það er reyndar erfitt að ráðleggja varðandi inntöku efna sem ekki er mikil reynsla af eða vel rannsökuð. Ég veit að það eru gefnar upp rannsóknir um þetta á netinu en þar er oft á tíðum á ferðinni mikil auglýsingamennska og ber að taka upplýsingunum af varúð. Þar er ekki alltaf allt sem sýnist. ú er ég ekki endilega að mæla gegn þessu efni en samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef getað aflað mér er á ferðinni efni sem örvar efnaskipti og það er nokkuð sem er ekki æskilegt í brjóstagjöf. Við það geta tapast efni sem eru mikilvæg barninu.

Þannig að ég mæli með að þú bíðir með svona efni a.m.k. fyrstu 6 mánuðina.

Gangi þér vel.  

Kveðja,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
10. janúar 2007.

Leitarorð: fitubrennslutöflur, fitubrennsla