Íbúfen og Paratabs eftir fæðingu

10.12.2011

Góðan dag!

 Ég er með 9 daga gamalt barn á brjósti. Hversu lengi má ég taka Íbúfen og Paratabs eftir fæðingu? Ef ég sleppi því að taka inn 2 paratabs og 1 íbúfen á 4-8 tíma fresti finnst mér ég finna fyrir flensueinkennum.

Kveðja G.

 


Sæl og blessuð G!

Það er oft verið að nota verkjalyf í 1-2 vikur eða lengur eftir fæðingu. Gjarnan er skammturinn minnkaður eða tekið sjaldnar eftir því sem á líður og hvernig gengur. Þetta verður að miðast við verkina. Brjóstagjöfin skiptir ekki máli í þessu sambandi.

Gangi þér sem best!
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
10. desember 2011.