Spurt og svarað

07. apríl 2006

Innfallnar geirvörtur

Ég á tvö börn og með seinna barnið gekk brjóstagjöfin verulega erfiðlega vegna hálf innfallinnar geirvörtu. Það kom blæðandi sár sem var rúma fimm mánuði að gróa og alltaf jafn vont að gefa, gafst samt aldrei upp.  Nú er um við að reyna við þriðja barnið og satt að segja er ég strax farin að kvíða fyrir því að brjóstið endi svona aftur.  Er eitthvað sem ég get gert til að kom í veg fyrir eða laga þessa hálf innföllnu geirvörtur?

Bestu þakkir.


Sæl og blessuð!

Það er erfitt að segja um hálfinnfallnar geirvörtur hvort hægt er að fyrirbyggja að þetta komi fyrir aftur -- og þó. Það skiptir mestu máli að barnið taki vel vörtuna - að fá aðstoð í byrjun brjóstagjafar hjá ljósmóður eða brjóstagjafaráðgjafa sem getur hjálpað við að meta hvort barnið taki vörtuna - rétt og vel upp í munninn. Algengasta ástæðan fyrir sárum vörtum er að barnið tekur vörtuna ekki rétt. Það er svo oft samspil móður og barns- hvernig brjóstagjöfin gengur. Hjá sömu konu geta komið svona vandamál eins og þú lýsir með sár en með næsta barn getur brjóstagjöfin gengið alveg ljómandi vel. Það er líka gott að fara í viðtal til brjóstagjafaráðgjafa á meðgöngunni og ræða þessi mál og skoða vörtuna og þá getur hún verið móðurinni innan handar þegar barnið er komið í heiminn - þá er móðirin betur undirbúin fyrir brjóstagjöfina og fær meiri stuðning.

Ég vona að þetta svari einhverju.

Með bestu kveðju,

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
7. apríl 2006.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.