Spurt og svarað

08. apríl 2010

Jákvæð egglospróf 5 d.í röð

Sæl verið og takk fyrir frábæran vef !

Við hjónin erum farin að "reyna" (ætlum bara að leyfa því að gerast þegar það gerist) við næsta barn. Ég er ennþá með eldra barnið á brjósti en þó barnið sé farið að fá mat með brjóstinu hef ég ekkert farið á blæðingar síðan ég átti. Því ákvað ég í ganni að kaupa pakka af egglosprófum í von um að sjá hvort ég væri þá yfir höfuð að hafa egglos. Þetta voru 5 egglospróf saman í pakka og nú er ég búin að taka þau öll samviskusamlega á sama tíma daglega og þau komu öll jákvæð út. Þ.e. niðurstöðu línan var mun dekkri heldur en viðmiðunarlínan. Svo stóra spurningin er, hvað þýðir það eiginlega ? Eru hormónin ef til vill í rugli hjá mér út af brjóstagjöfinni ?

Bestu kveðjur og fyrir fram þökk.

 


Sæl og blessuð!

Ég veit ekki betur en að þetta ætti allt að vera í besta lagi hjá þér. Fyrst að þú ert farin að gefa barninu mat og þá væntanlega fækka brjóstagjöfunum eru eggloshamlandi áhrif brjóstagjafarinnar farin að hverfa. Það getur að vísu tekið einhvern tíma fyrir hormónastarfsemi að komast í sitt fyrra horf.En það kemur smám saman og þá betur og betur með eðlilegri fækkun gjafa.

Gangi þér vel.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
8.apríl 2010.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.