Spurt og svarað

07. september 2008

Járntaka móður bætir járni í brjóstamjólk?

Sælar og takk fyrir framúrskarandi vef!

Íslensk kona sem ég þekki fékk að vita af lækninum sínum að ef hún tekur járntöflur þá þarf hún ekki að gefa barninu sínu járndropa núna þegar það er 6 mánaða. Hér í DK fékk ég að vita að ég á að gefa járndropa núna því barnið er 6 mánaða og er á brjósti nær eingöngu, ég fékk að vita að járnmixtúran sem ég tek og hef tekið síðan á meðgöngunni, hafi ekki áhrif á járninnihaldið í móðurmjólkinni. Ég er því dálítið ringluð í sambandi við þetta. Ég vildi gjarnan vita hvort það hefur jákvæð áhrif á mjólkina hjá mér að ég er að taka járnmixtúruna (Kreuterblut) eða hvort þetta sé til einskis.


Sæl og blessuð.

Það er rétt að járnmixtúran sem þú ert að taka skilar sér ekki út í brjóstamjólkina. Hún getur hjálpað þér sjálfri að hafa nægar járnbirgðir og það er jú mikilvægt en flestum nægir að borða eðlilegt járnríkt fæði.  Börnum sem eru alfarið á brjósti á ekki að gefa járn fyrsta árið því það truflar laktoferrin bindingar og áhrif þeirra. Börn sem eru á brjósti í 7 mánuði eða lengur þjást ekki af járnskorti fyrsta árið (R.A. Lawrence).

Vona að þetta leysi úr ruglingnum.          

Kveðja,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
7. september 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.