Brúnleitur litur á þvagi

12.07.2011

Komið sæl.

Ég er komin 21 viku og tók eftir því í morgun að liturinn á þvaginu mínu var ansi brúnleitur. Er þetta eitthvað sem ég ætti að hafa áhyggjur af?

Með kveðju.


Sæl og blessuð!

Líklegasta skýringin er að þú sért ekki að drekka nægan vökva. Þú ættir að prófa að drekka meira vatn og sjá hvort þetta breytist ekki. Þvagið á að vera ljósgult. Ef þetta heldur áfram að vera brúnleitt þrátt fyrir næga vökvainntekt þá skaltu hafa samband við ljósmóðurina þína í mæðravernd.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
12. júlí 2011.