Spurt og svarað

04. október 2009

Kamillute við magakveisu

Hæ hæ!

Er með einn lítinn 3 vikna sem fæddist í viku 37 (36 og 3 daga) Hann er búinn að vera mjög vær og góður en síðustu 2-3 daga og þá einna helst á nóttunni er maginn eitthvað að pirra hann. Hef verið að
skoða hvað ég hef verið að setja ofan í mig og er farin að hallast að því að það gæti verið hrái laukurinn sem er að fara svona í hann. Svo er líka smá lauklykt af prumpinu og hægðunum. Svo þegar það fréttist að snáðinn er búinn að vera með í maganum koma allir með einhver ráð og var eitt þeirra að gefa honum kamellute og að ég fengi mér smá líka? Svo var annað að gefa barninu sykurvatn og nota þá púðursykur? Hef reyndar heyrt það áður en ekki þetta með teið? Hef sjálf reynt að hreyfa fæturnar á honum láta hann hjóla og að strjúka magann. Hvað telur þú vera best í stöðunni?

Bestu kveðjur frá okkur.


 

Sæl og blessuð!

Það hafa engar rannsóknir sýnt fram á að te eða sykurvatn lagi magaverki barna. Það er mikilvægt þegar börn eru svona ung að láta ekkert ofan í þau annað en brjóstamjólkina en hjólaæfingarnar og nudd hafa sennilega góð áhrif. Þér er alveg óhætt að borða allan þann lauk sem þú vilt. Ég tel best í stöðunni að bjóða auka gjöf ef því verður við komið.

Með óskum um gott gengi.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
4. október 2009.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.