Kannski hanski?

16.12.2007

Sælar!

Barnið mitt 3½ mána'a, hefur verið í „snuddubanni“ undanfarinn mánuð og það gengið nokkuð vel og hún farin að þyngjast betur. Nú hefur hún uppgötvað á sér þumalinn og finnst það voðalegt sport. Er í lagi að hafa hana í hanska meirihluta dags? Eða er ég með því að tefja/hindra þroska hennar og not fyrir hendur? Gjafamynstrið breytist mjög mikið til hins verra ef að ég læt hana vera með snuð. Þá líður mjög langt á milli þess að hún vilji taka brjóstið og verður þá æðibunugangurinn svo mikill að hún gleypir loft og ærslast, hættir oft við og verður mjög pirruð. En brjóstagjöfin hefur verið frekar erfið sökum veikinda hennar, hún tekur helst vel á næturnar og þegar hún er nývöknuð af daglúrum.

Kærar þakkir fyrir ótrúlega hjálpsaman vef!

Þumalínumamma.


Sæl og blessuð Þumalínumamma.

Ég sé ekkert athugavert við það að setja hana í vettlinga þegar hún er orðin svona gömul. Ég get heldur ekki ímyndað mér að hún verði „alltaf“ í vettlingum. Það er svo annað mál hvort þetta komi til með að duga. En ef það virkar þá er það fínt.


Kveðja,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
16. desember 2007.