Kengúruaðferð

15.04.2006

Ég hef heyrt talað um „kengúruaðferð“ og langar að vita aðeins meira um þetta, getið þið hjálpað mér? Hef heyrt að þetta hjálpi brjóstagjöf mikið og geri margt annað gott fyrir móður og barn. Er ólétt af öðru barni og gekk brjóstagjöf mjög illa með það fyrsta. Að vísu örugglega útaf því að ég hef farið í brjóstaminnkun en mig langar að vita og prufa hvort þetta geti hjálpað eitthvað næst.

Með fyrirfram þökk kveðja Kengúrumamma.


Sæl Kengúrumamma!

Nýjasta brjóstakornið okkar fjallar einmitt um Kengúruaðferð svo þú getur kíkt á það.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
15. apríl 2006.