Spurt og svarað

27. desember 2014

Brúnt blóð

Hæhæ,
ég fór á blæðingar 6. desember til 11. desember. Ég tók 3 óléttupróf á mánudeginum 15. desember. Þau voru öll jákvæð, síðan fer í blóðprufu og það er alveg 100% að ég sé ófrísk. Síðan á miðvikudegi kemur brúnt blóð og ég fer á spítala og allir segja bara að ég þurfi að bíða og sjá. Á föstudegi fer ég uppá spítala vegna mikilla blæðinga, og læknirinn segir að ég sé alveg á mörkunum með blóðprufuna? Ég er í Ameríku og ég veit ekkert hvað ég á að gera, né hvað sé í gangi. Í dag  er ég með þvílíkt vonda verki og veit ekkert neitt hvað er í gangi með líkamann minn:/


Sæl og blessuð, það kemur ekki fram í bréfinu þínu hvers vegna þú tekur þungunarpróf svo fljótt eftir blæðingar né hversu langt þú ert komin en ég reikna með að það sé mjög stutt miðað við þessar upplýsingar. í þessari stöðu er ekkert sem þú getur gert. Líkast til (miðað við blæðingar og verki) ertu að missa fóstur en það er frekar  algengt í upphafi meðgöngu. Ég veit að það er erfitt að bíða og sjá til en það er ekkert annað að gera þegar staðan er svona.
Vonandi skýrist þetta fljótt.

Bestu kveðjur
Áslaug Valsdóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
26. desember 2014
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.