Spurt og svarað

03. október 2008

Kláði og brjóstagjöf

Góðan daginn og takk fyrir frábæran vef.

Ég var að spá í með ofnæmislyf, ég er með einhvern fáránlegan sjúkdóm... ég fæ svona ofsakláðaofnæmi og læknarnir vita engan veginn hvað ég er með ofnæmi fyrir. Þeir einfaldlega segja að ég sé með sjálfsofnæmi og að ég eigi kannski eftir að vera með þetta alla ævi. Ég fæ svona ofsakláðaútbrot á útlimi af og til... ég mátti nota ofnæmislyfið polaramin á meðgöngunni en svo hef ég ekkert þorað að nota það eftir að sonur minn fæddist. Hann er núna vikugamall. Ég fór inn á lyfja.is og þar stóð að ekki væri vitað hvort að lyfið bærist í brjóstamjólkina... svo tékkaði ég á öðrum ofnæmislyfjum eins og t.d histasín og telfast, og þar stóð að þau lyf bærust í brjóstamjólkina. Eru til einhver lyf sem duga við ofsakláða sem berast ekki í mjólkina? Þetta er ekkert voðalega þægilegt, sitja upp í sófa að gefa barninu brjóst og hugsa ekki um annað en hvað mig langar rosalega að klóra mér út um allt. Þetta eyðileggur svo þessa gleðistund að gefa barninu sínu næringu. Ef þið hafið einhver svör þá væri ég gífurlega þakklát. Þið hafið alveg bjargað mér á meðgöngunni og ég vil hrósa ykkur fyrir þennan frábæra vef. Það er svo gott að geta kíkt hérna ef maður er í vafa eða eitthvað áhyggjufullur!! :)

Takk takk


Góðan daginn

Almenna reglan er sú að lyf berast í meira magni til barnsins í gegnum fylgju en gegnum brjóstamjólk svo þú ættir að geta haldið áfram að taka það.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
3. október 2008.
 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.