Spurt og svarað

23. maí 2008

Kók og brjóstagjöf

Mig langar að forvitnast um það hvað það er með kók sem er ekki gott fyrir barnið meðan að ég er með það á brjósti. Ég sem sagt neytti mikils áfengis, fíkniefna og reykti áður en ég var ófrísk og um leið og ég vissi að ég væri ófrísk hætti ég því öllu. Sem var betur fer var það snemma á meðgöngunni. En ég fékk mér nýja en skárri fíkn sem að er kók og ég bara sé ekki fram á það að ég geti hætt að drekka það, án einhverra afturfarar í batanum sem að ég vil alls ekki að gerist.

Barnið er núna komið og ég hef verið að drekka um 1-2 lítra af kóki hingað til get nú minnkað það en ég vil ekki vera drekka svona mikið kók ef þetta er eitthvað sem hefur áhrif á barnið.

Kveðja, ein kóksjúk.Sæl og til hamingju með barnið.

Það er alltaf matsatriði hvað mæður eiga að borða og drekka með börn á brjósti. Í sjálfu sér er ekki bannað að drekka kók - margar mæður með börn á brjósti drekka kók og kaffi í hófi. Það sem fólk hefur áhyggjur af er koffínið sem getur haft áhrif á barnið. Ég veit ekki hversu mikið magn er óhætt að drekka - en oft er talað um 1 til 3 bolla af kaffi á dag. Í einum bolla af kaffi (u.þ.b. 250 ml) eru um 60-120 mg af koffíni en í hálfum lítra af Coke eru um 50 mg af koffíni en eitthvað meira er í Diet Coke. Miðað við þetta þá þarftu ekki að hafa áhyggjur af kókdrykkjunni þinni.

Gangi þér vel áfram.

Kveðja,

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
23. maí 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.